Múrarar, málarar, smiðir og fleiri iðngreinar
Áratuga reynsla!
Við erum sérfræðingar í spörtlun, málun, steypu, múrvinnu og öllu almennu viðhaldi innanhúss sem utan. Bjóðum upp á sérsniðnar lausnir sem endast.
Okkar markmið eru að bjóða ávallt
hæstu gæði, samkeppnishæf verð og tímaáætlanir sem standast.
Við erum réttu aðilarnir í múrverkið, málningarverkin og flest allt viðhald.
Rúnar múrari: Þegar ég var einungis 10 ára fékk ég stjórnlausan áhuga á steypu og öllu sem henni tengist. Ég byrjaði á því að negla saman mót, fékk smá steypu í hjólbörur hjá Steypustöð Breiðholts og steypti í mótin mín. Að námi loknu hef ég unnið við viðhaldi steyptra mannvirkja í nær 40 ár og var mitt fyrsta stóra verk viðhald Kópavogshælis undir stjórn Línuhönnunar.
Fjalar málarameistari: Fjalar er löggiltur málarameistari með gilt gæðakerfi og einnig með leyfi sem byggingastjóri. Hann er með sérhæfingu í málun og almennu viðhaldi húsnæðis.
Hann hefur tekið þátt í fjölmörgum viðhalds- og endurbótaverkefnum. Fjalar hefur unnið með flestum fagstéttum og leggur metnað sinn í að skila ávallt vönduðu verki.
Verkáætlanir
Við klárum verkefni innan umsamins tímaramma. Tími þinn er dýrmætur og við setjum það í forgang að skila vönduðu verki á áætlun.
Hagkvæmni
Með um 40 ára reynslu þá erum við mjög skilvirkir. Þetta gerir okkur kleift að bjóða samkeppnishæf verð án þess að skerða gæði.
Sérfræðiþekking
Við höfum verið í múriðnaði í nærri 40 og höfum einnig verið í málningarverkefnum og flestöllum viðhaldsverkefnum, innanhúss og utan, bæði litlum en einnig stórum.
Þjónustan okkar
Við bjóðum upp á víðtæka þjónustu í tengslum við múr og málningarvinnu.
Húsaviðgerðir
Sérhæfing í steypuviðgerðum fyrir heimili og fyrirtæki. Varanlegar lagfæringar sem þú getur treyst.
Málun og spörtlun
Við tökum að okkur hvers kyns málningarverkefni. 40 ára reynsla í faginu.
Tröppuviðgerðir
Sérhæfing í tröppuviðgerðum innan og utanhúss til að tryggja öryggi og endingu á heimili þínu.
Þakmálun
Þakmálun til að vernda og fríska upp á ytra byrði heimilisins og lengja líftíma þess.
Flotun
Mikil reynsla í flotun til að leiðrétta ójafnt yfirborð, bæta öryggi og útlit.
Annað
Tökum að okkur ýmis verkefni. Hafið samband fyrir upplýsingar.